Nýbyggingakosning
Arkitektúruppreisnarinnar 2025
Arkitektúruppreisnin á Íslandi býður þér að kjósa nýbyggingu ársins, bæði ljótustu og fallegustu. Eftir opna tilnefningalotu höfum við valið verðugar tilnefningar í báðum flokkum. Þú getur kosið í öðrum hvorum eða báðum flokkum, og þú getur aðeins valið eina tilnefningu í hverjum flokki. Þú velur tilnefningu með því að ýta á textann, og grænt merki birtist á þeirri tilnefningu sem þú hefur valið. Þú getur breytt vali þínu nokkrum sinnum og endurstillir val þitt með því að endurhlaða síðuna. Þú getur ýtt á myndirnar til að sjá stærri myndir; Þær birtast á nýrri síðu.
Þitt atkvæði birtist neðst á síðunni. Þegar þú hefur valið það sem þú kýst ýtirðu á "Senda inn atkvæði". Þú getur aðeins kosið einu sinni. Kosningu lýkur 28. desember klukkan 12:00 á hádegi.
Niðurstöður verða birtar þann 30. desember í Facebook hópnum Arkitektúruppreisnin á Íslandi - Byggjum fallegt aftur og á Facebook og Instagram síðu Arkitektúruppreisnarinnar.